Farrelly-bræðurnir
Peter John Farrelly (fæddur 17. desember 1956) og Robert Leo „Bobby“ Farrelly, Jr. (fæddur 17. júní 1958), betur þekktir sem Farrelly-bræðurnir, eru bandarískir handritshöfundar og leikstjórar sem hafa framleitt tíu myndir saman, þar á meðal There's Something About Mary, Dumb and Dumber, Me, Myself & Irene og Hall Pass.
Bræðurnir eru frá Cumberland í Rhode Island og flestar myndir þeirra gerast í því fylki eða annars staðar í Nýja Englandi. Íþróttir koma mikið við sögu í mörgum myndum þeirra og ráða þeir oft fræga íþróttamenn í cameo-hlutverk. Þeir hafa fengið bæði gagnrýni og hrós fyrir notkun sína á fötluðum einstaklingum í sumum myndanna. Oft eru fötluðu persónurnar þeirra bráðklárar á meðan að þeir hraustu eru heimskir. Í þremur af myndum þeirra, (There's Something About Mary, Dumb and Dumber og Shallow Hal), hefur aðalkvenpersónan kallast Mary en móðir bræðranna heitir Mariann.