Farrelly-bræðurnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Peter og Bobby.

Peter John Farrelly (fæddur 17. desember 1956) og Robert Leo „Bobby“ Farrelly, Jr. (fæddur 17. júní 1958), betur þekktir sem Farrelly-bræðurnir, eru bandarískir handritshöfundar og leikstjórar sem hafa framleitt tíu myndir saman, þar á meðal There's Something About Mary, Dumb and Dumber, Me, Myself & Irene og Hall Pass.

Bræðurnir eru frá Cumberland í Rhode Island og flestar myndir þeirra gerast í því fylki eða annars staðar í Nýja Englandi. Íþróttir koma mikið við sögu í mörgum myndum þeirra og ráða þeir oft fræga íþróttamenn í cameo-hlutverk. Þeir hafa fengið bæði gagnrýni og hrós fyrir notkun sína á fötluðum einstaklingum í sumum myndanna. Oft eru fötluðu persónurnar þeirra bráðklárar á meðan að þeir hraustu eru heimskir. Í þremur af myndum þeirra, (There's Something About Mary, Dumb and Dumber og Shallow Hal), hefur aðalkvenpersónan kallast Mary en móðir bræðranna heitir Mariann.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.