Fara í innihald

Fangamark

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fangamark Ragnheiðar Jónsdóttur

Fangamark er upphafsstafir nafns, nokkurs konar nafntákn. Fangamark manns sem nefnist Guðmundur Sigurðsson er G.S, og fangamark Ólafs Kjartans Guðmundssonar er Ó.K.G.. Fyrirtæki nota sumhver fangamark, eins og til dæmis KEA sem er fangamark Kaupfélag Eyfirðinga sem er staðsett á Akureyri, en með því að sleppa punktunum verður stundum til eiginlegt fyrirtækjanafn.

Fangamark er oftast notað sem stytting á eiginnafni, til dæmis þegar menn gera sér skrautleg einkennismerki, svo sem stimpil eða límmiða til að merkja til dæmis bækur sínar með (Ex Libris) og sumir listamenn nota það til undirritunar verka sinna, til dæmis málverka.

Orðið fangamark er ekki talið tengjast orðinu fangi á neinn hátt, heldur orðinu fang í merkingunni veiði, fengur, afli. Fang er í eignarfalli fleirtölu fanga. Talið er að fangamark sé þannig tilkomið, að menn hafi merkt aflaföng, svo sem reka, hval eða annað úr sjó, með upphafsstöfum sínum, og þannig hafi orðið fangamark orðið til. Samheitið eignarmark er til dæmis stundum notað þegar menn nota fangamark sitt til að merkja sér eign sína. Eignarmark getur þó einnig verið einfalt tákn, sem þarf ekki að tengjast fangamarki viðkomandi á neinn hátt. Er það oft kallað búmark.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.