Vísitölufjölskyldan
(Endurbeint frá Facon - Vísitölufjölskyldan)
Vísitölufjölskyldan með hljómsveitinni Facon frá Bíldudal er í raun flutningur þeirra á laginu The Gnome eftir Syd Barrett með íslenskum texta Péturs Bjarnasonar og var eitt fjögurra laga af hljómplötu þeirra, Ég er frjáls sem út kom 1969.
Upprunalega lagið er á fyrstu plötu Pink Floyd, The Piper at the Gates of Dawn, sem kom út 1967.
