Fýlasótt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fýlasótt (psittacosis frá grísku. psittakos; páfagaukur) er fuglaveiki þekktust í páfagaukum og fýlum. Þessar sóttkveikjur eru skyldar rikketsíum sem valda dílasótt. Hvort tveggja menn og húsdýr geta tekið fýlasótt sem lýsir sér með hita, mikilli vanlíðan og þurrum hósta. Röntgenmyndir sýna merki um dreifða lungnabólgu. Sýkillinn berst með slími, stundum uppþornuðu, frá fiðri fuglanna. Meðferð er fólgin í sýklalyfjagjöf þá einkum tetrasýklín.

Fýlasótt kom upp í Vestmannaeyjum árið 1930 með mörgum smitum og nokkrum dauðsföllum.