Fara í innihald

Félagsháttafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Félagsháttafræði er aðferð í félagsfræði sem gengur út á að lýsa (en ekki skýra eða leggja mat á) þeim aðferðum sem fólk beitir við að skilja, skapa og viðhalda eigin samfélagsskipan með samskiptum sín á milli frá degi til dags. Hugtakið var búið til af bandaríska félagsfræðingnum Harold Garfinkel á 6. áratug 20. aldar. Garfinkel byggði þessa aðferð á hugmyndum Alfred Schütz sem aftur byggði kenningar sínar í félagsvísindum á fyrirbærafræði Edmund Husserl og víxlverkunarhyggju William James. Hann leit á félagsháttafræði sem aðgreinda frá hefðbundinni félagsfræði; munurinn fælist í því að meðan félagsfræði lýsir fyrirfram gefnum félagslegum veruleika með sérfræðihugtökum, þá lýsir félagsháttafræði þeim aðferðum og hugtökum sem fólk notar við hversdagslegar aðstæður til að skapa og skilgreina eigin félagslega veruleika.

  Þessi félagsfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.