Félag íslenskra rafvirkja
Útlit
Félag íslenskra rafvirkja er stéttarfélag rafvirkja, rafvélavirkja og rafveituvirkja. Félagið er stærsta aðildarfélag Rafiðnaðarsambands Íslands, með 1.700 félagsmenn. Félagið var stofnað 4. júní 1926. Það var við stofnun stéttarfélag rafvirkja í Reykjavík og hét „Rafmagnsvirkjafélag Reykjavíkur“. Hallgrímur Bachmann ljósameistari Leikfélags Reykjavíkur var fyrsti formaður félagsins.
Á aðalfundi félagsins 1943 er nafni félagsins breytt í Félag íslenskra rafvirkja (FÍR), þar sem félagssvæði þess var orðið landið allt. FÍR var aðalstofnaðili Rafiðnaðarsambands Íslands.