Færeyskur hestur
Færeyski hesturinn (færeyska: Føroyska rossið ) er hestur sem hefur lifað í Færeyjum í hundruði ára. Hann er smágerður, 120-132 cm á hæð, og helst skyldur hjaltlandshestinum. Hlutverk hans var að draga vagna og plóg og bera klyfjar. Hann hefur fjórar gangtegundir eins og íslenski hesturinn (þar með talið tölt) og er með fjölda litaafbrigði. Nú til dags er hann notaður til frístunda.
Í lok 19. aldar voru til um 800 hross. Mörg þeirra voru seld til Bretlands til að vinna í kolanámum og um 1960 voru aðeins nokkrir hestar eftir. Átak var gert í að varðveita hestinn og eru nú til 70-80 hross í Færeyjum. [1]
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Faroe pony“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. jan. 2019.
Fyrirmynd greinarinnar var „Føroyskt ross“ á færeysku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. jan. 2019.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Rossið - síða um færeyska hrossið á færeysku Geymt 26 ágúst 2011 í Wayback Machine
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Gott ár hjá færeyska hestinum Rúv, skoðað 30. jan, 2019.