Fáni Panama

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núverandi fáni Panama. Hlutföll eru 2:3

Núverandi fáni Panama tók gildi 4. júní 1904. Maria Ossa de Amador, eiginkonu forsetans Manuel Amador Guerrero, er eignuð hönnunin.

Aðrar tillögur um fána[breyta | breyta frumkóða]

Önnur tillaga að fána Panama sem ekki hlaut hljómgrunn.

Frakkinn Philippe-Jean Bunau-Varilla teiknaði fyrsta fánann sem gerð var tillaga um. Þótti sú teikning minna nokkuð á fána Bandaríkjanna, með liggjandi borða og ferhyrning með tveimur gylltum sólum sem áttu að tákna þá tvo hluti sem sameinuðust við byggingu Panama-skurðsins.

Teikningu Bunau-Varilla var þó ekki ýkja vel tekið af leiðtoga landsins Manuel A. Guerrero, sem í staðinn stóð á bak við núverandi fána sem á að tákna einingu stjórnmálaflokka landsins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]