Fara í innihald

Fáni Mongólíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Mongólíu (1992-)

Fáni Mongólíu er settur saman af þremur lóðréttum borðum, tveimur rauðum til hliðanna og einum bláum í miðjunni.

Rauði liturinn táknaði upprunalega sósíalisma en er nú sagður tákna framfarir. Blái liturinn er þjóðarlitur Mongólíu. Á rauða borðanum til vinstri er gula merkið svonefnt soyombo, sem er gamalt mongólskt tákn. Guli liturinn er sagður tákna órjúfandi vináttu.

Merkið á fánanum er í raun bókstafur í stafrófinu soyombo, sem var búið til 1686 af mongólska munknum Bogdo Zanabazar, vegna þess að það vantaði mongólskt ritróf. Stafrófið má einnig nota til að skrifa tíbesku og sanskrít.

Í miðjunni má ennfremur sjá tajitu eða yin og yang-táknið (kínverska: 阴阳). Hæð fánans á móti breidd er 1:2. Fáninn tók formlega gildi 12. febrúar 1992.

Fyrrverandi fánar[breyta | breyta frumkóða]

Fáni Alþýðulýðveldisins Mongólíu (1949–1992) hafði sósíalíska stjörnu yfir soyombo-merkinu. Stjarnan var fjarlægð eftir fall Sovétríkjanna. Fáninn sem notaður var frá 1924 – 1949 hafði engan bláan borða. Soyombo-merkið var blátt og stóð í miðjunni en ekki til vinstri. Fáninn frá 1921 hafði hvorki bláan borða né soyombo, heldur var sól og máni (sem var tekið úr soyombo) efst til vinstri.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.