Fara í innihald

Fáni Mjanmar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núverandi fáni frá 2010

Núverandi Fáni Mjanmar var tekinn upp 21. október 2010 af herstjórninni um leið og nafni og þjóðsöng landsins var skipt út.

Nýji fáninn er gerður saman af stórri hvítri stjörnu í miðjunni ásamt þremur liggjandi borðum, gulum, grænum og rauðum og eiga litirnir að tákna samstöðu, frið og áræðni.

Núverandi fáni kom í stað þess sem notaður hafði verið frá 1974, og var settur inn af Ne Win þegar félagshyggjulýðveldið var sett á stofn.

Fáninn sem settur var inn 1974 innibar engar stórvægilegar breytingar frá þeim fyrri sem báðir höfðu rauðan bakgrunn en blái hornkassinn var þó öðruvísi þar sem skipt var út stjörnu í stjörnuhring fyrir tannhjól og hrísgrjónaplöntu í stjörnuhring, sem tákna verkamennina og jarðræktarstarfsmennina eða í raun bara aðra útgáfu af hamar og sigð. Tannhjólið var umgirt af 14 fimmarma stjörnum sem tákna héruð landsins.

Hvíti liturinn táknar hreinleika, sá blái frið og sá rauði baráttumóð.

Fyrri fánar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.