Fáni Liechtenstein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Núverandi fáni Liechtenstein frá 1982.

Fáni Liechtenstein eru tveir láréttir, jafn breiðir borðar. Sá efri er blár og sá neðri rauður. Gyllt kóróna er lengst til vinstri á bláa fletinum. Kórónunni var bætt við árið 1937 eftir að í ljós kom á Sumarólympíuleikunum í Berlín 1936 að fáninn var alveg eins og fáni Haítí.

Árið 1982 var gerð minniháttar breyting á kórónu fánans.

Hæð á móti breidd er 3:5.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.