Fara í innihald

Fáni Curaçao

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Curaçao

Fáni Curaçao er blár með liggjandi borða rétt undir miðjum fánanum og tveimur hvítum fimmarma stjörnum í kantinum uppi til vinstri. Blái liturinn táknar hafið en guli liturinn sólina sem baðar eyjuna. Stjörnurnar tvær tákna eyarnar Curaçao og Klein Curaçao.

Eftir að Aruba tók upp sinn eigin fána, þegar það var enn hluti af Hollensku Antillaeyjum, fékk Curaçao viðurkenndan rétt til eigin fána 1979. Tvö þúsund teikningar voru sendar inn sem tillögur og voru yfirfarnar af sérstöku ráði, og voru að lokum tíu teknar út sem bestar og ráðið ákvað endanlega teikningu 29. nóvember 1982. Með nokkrum breytingum tók fáninn gildi 2. júlí 1984.