Fáni Úganda
Útlit
Fáni Úganda tók gildi 9. október 1962, þann dag sem Úganda fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
Fáninn samanstendur af sex jafn breiðum liggjandi borðum í röðinni svartur, gulur, rauður og aftur svartur, gulur, rauður. Í miðju fánans er teikning af þjóðartákninu, fuglinum grákrónutrönu, með hvítan bakgrunn. Hlutföll eru 2:3.