Fáni Úganda
Jump to navigation
Jump to search
Fáni Úganda tók gildi 9. október 1962, þann dag sem Úganda fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
Fáninn samanstendur af sex jafn breiðum liggjandi borðum í röðinni svartur, gulur, rauður og aftur svartur, gulur, rauður. Í miðju fánans er teikning af þjóðartákninu, fuglinum grákrónutrönu, með hvítan bakgrunn. Hlutföll eru 2:3.