Fara í innihald

Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá FÁSES)
Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
SkammstöfunFÁSES
Stofnun4. ágúst 2011
GerðAðdáendaklúbbur
ForstöðumaðurÍsak Pálmason[1]
Vefsíðahttps://fases.is

Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (skammstafað FÁSES), er opinber aðdáendaklúbbur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Íslandi. Samtökin voru stofnuð 4. ágúst 2011 í Reykjavík og eru hluti af OGAE, sem eru alþjóðleg samtök áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.[1]

FÁSES stendur fyrir viðburðum tengdum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og gerir meðlimum kleift að fá sérstaka aðdáendamiða á keppnina í samstarfi við OAGE.[1][2]

Ákall eftir sniðgöngu vegna þátttöku Ísraels

[breyta | breyta frumkóða]

Þátttaka Ísraels í Eurovision 2024 hefur verið umdeild í ljósi yfirstandandi hernaðaraðgerða Ísraelshers í Gasa og vakið hörð viðbrögð á Íslandi og í öðrum þátttökulöndum og fólk hefur kallað eftir því að RÚV sniðgangi keppnina. Í desember 2023 gaf RÚV út þá yfirlýsingu að Ísland myndi áfram taka þátt í Eurovision.[3]

Í sama mánuði ályktaði stjórn FÁSES að félagið yrði hlutlaust í afstöðu sinni gagnvart sniðgöngu Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels.[4] Eftir ósætti félagsfólks boðaði félagið til félagsfundar þar sem ályktað var að félagið myndi skora á RÚV að taka ekki þátt í Eurovision 2024.[5][6][7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 „Um FÁSES“. FÁSES. Sótt 9. mars 2024.
  2. Kristinn Svanur Jònsson (3. mars 2023). „Fréttavaktin: Fréttir vikunnar, FÁSES og Miðborgarhátíð“. DV. Sótt 9. mars 2024.
  3. Erla María Davíðsdóttir; Ástrós Signýjardóttir (9. desember 2023). „Stendur ekki til að sniðganga Eurovision“. RÚV. Sótt 9. mars 2024.
  4. „FÁSES tekur ekki afstöðu um sniðgöngu Eurovision“. www.mbl.is. 10. desember 2023. Sótt 9. mars 2024.
  5. Bjarki Sigurðsson (12. desember 2023). „Fé­lags­fundur boðaður: Ekki skoðun hvort heppi­legt sé að myrða börn“. visir.is. Sótt 9. mars 2024.
  6. „FÁSES skorar á Rúv að sniðganga Eurovision“. www.mbl.is. 23. desember 2023. Sótt 9. mars 2024.
  7. „Ályktun FÁSES: RÚV hvatt til að sniðganga Eurovision 2024“. FÁSES. 23. desember 2023. Sótt 9. mars 2024.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.