Eyrún Ingadóttir (fædd á Hvammstanga 26. september 1967) er íslenskur rithöfundur og sagnfræðingur. Eyrún varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1987 og lauk BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1993 og diplóma í stjórnun og starfsmannamálum frá EHÍ 2003.
Eyrún er skristofustjóri hjá Lögmannafélagi Íslands og var framkvæmdastjóri Lögfræðingafélags Íslands 2003-2024. Þá var hún framkvæmdastjóri Trausta, félags sendibifreiðastjóra 1996-2002. Að auki hefur Eyrún farið sem fararstjóri á vegum Lögfræðingafélagsins og Lögmannafélagsins, Bændaferða og Mundo til Suður-Afríku, Namibíu, Marokkó, Víetnam, Kambódíu, Japans, Suður-Kóreu, Argentínu, Perú og fleiri landa.
Eyrún hefur einnig farið með hópa á slóðir síðustu aftökunnar á Vatnsnesi, á slóðir Sigríðar í Brattholti og vorið 2024 hóf hún að bjóða upp á göngur í Reykjavík undir yfirskriftinni: "Glæpur og refsing í Elliðaárdalnum".
Árið 2023 stofnaði Eyrún útgáfufyrirtækið Skáldasýsluna og gaf út bókina Upphafshögg - ljóð um listina að spila golf.
Nokkar bóka EyrúnarSaga Húsmæðraskóla Reykjavíkur í 50 ár, 1992
Að Laugarvatni í ljúfum draumi: Saga Húsmæðraskóla Suðurlands, 1995
Gengið á brattann: Ævisaga Eyjólfs R. Eyjólfssonar „alkakrækis“, 1998
Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð: Fæðingarsögur íslenskra kvenna (Ritstjórn ásamt Margréti Jónsdóttur Njarðvík, Sóleyju Tómasdóttur og Svandísi Svavarsdóttur)
Ríkey ráðagóða,(barnabók) 2005
Sagnamaðurinn Örn Clausen segir sögur af samferðafólki, 2005
Ljósmóðirin, (söguleg skáldsaga) 2012
Konan sem elskaði fossinn: Sigríður í Brattholti (söguleg skáldsaga) 2021