Fara í innihald

Evrópskur Humar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Evrópskur humar

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Krabbadýr (Subphylum)
Flokkur: Stórkrabbar (Class)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Order)
Ætt: Humrar (Nephropidae)
Ættkvísl: (Homarus)
Tegund:
H. gammarus

Tvínefni
Homarus gammarus

Evrópskur humar (fræðiheiti: Homarus gammarus) er tegund af ætt humra. Hann er mjög stór humartegund sem getur orðið mjög gamall eða allt að 15 ára. Hann lifir á hörðum sjávarbotni þar sem eru steinar og sandur. Humarinn er næturdýr og kemur fram úr holum sínum á nóttinni til að veiða sér fæðu.

Humrar hafa annað hvort svipur eða klær til þess að hjálpa sér að afla sér fæðu. Evrópskur humar er með klær. Hann er mjög algengur í Miðjarðarhafi, Atalandshafi og í hluta Svartahafs. Evrópski humarinn heldur sig til í holum á botninum, og kemur út úr henni til að afla sér fæðu. Humarinn er algengastur á 100-150 metra dýpi en finnst þó á 50 metra dýpi.

Útlit og vöxtur

[breyta | breyta frumkóða]

Evrópu humarinn er blár á litinn og gulur að neðan með bleikan lit á klónum og hvíta doppur dreifðar útum allt á dýrinu. Hann verður rauður eins og allur humar og krabbi þegar hann eldaður vegna þess að rautt litarefni, astaxantín er bundið við prótein, en próteinið er brotið upp við eldunarhita og losar rauða litarefni.

Humarinn getur orðið 5-6 kg og getur náð 60 cm á lengd en algeng stærð á humri sem er veiddur í gildur er í kringum 0,7-2,2 kg og 23-38 cm. Halinn á humrinum getur náð 60 cm að lengd, en út frá honum koma 4 lappir á hvorri hlið og síðan koma tvær klær. Humarinn notar aðra klóna til að grípa utan um bráðina og hin til að rífa bráðina í sig og étur hana.

Kvenkyns humar verður kynþroska á aldrinum 5-8 ára og er hún þá í kringum 80-85 cm löng. Karldýrið verður kynþroska þegar dýrið er aðeins minna en er á svipuðum aldri. Hrygning á sér stað á sumrin á meðan skelin á kvendýrinu er mjúk en skelin á karlinum er hörð. Karlkyns humrar þurfa oft að slást til að veiða til sín konur og yfirleitt vinnur sá sem er stærri klær.

Kvendýrin ganga með eggin í 9-12 mánuði en það er háð hitastigi sjávar. Eftir því sem sjórinn er hlýrri þurfa þær að ganga styttra með eggin. Eggin geymir hún undir líkama sínum til að verja þau fyrir utankomandi hættu. Þau klekjast þá út að nóttu til og lirfurnar fljóta með straumunum og lifa á svifi. Seiðin sjást sjaldan en eru oft fæða fyrir önnur dýr og lifir bara 1 af hverjum 20, en þegar þau ná 15 mm lengd hefst þeirra fullorðinslíf.

Veiðar og verðmæti

[breyta | breyta frumkóða]
Evrópskur Humar

Helstu veiðisvæði eru hjá Frakklandi, Englandi og við Írland. Árið 1963 náðu veiðar á Evrópskum humri hámarks afla sem voru 4 þúsund tonn en árin eftir það voru þau í kringum 2,3 þúsund tonn. Síðustu ár hefur aflinn verið í kringum 4-5 þúsund tonn. Mikið magn af humri sem er veiddur er seldur á veitingarstaði. Humar er dýr afurð, hann er seldur frosin, ferskur og niðursoðinn. Halinn er talinn framúrskarandi hvítt kjöt sem er ástæða fyrir háu verði.

Amerískur humar er þrisvar sinnum lægri í verði en evrópski humarinn. Humar er mest í veiddur í gildrur, net og línu þar sem kolkrabbi er notaður sem beita. Bretland hefur verið í sérflokki í veiðum á evrópskum humri, Írland og Frakkland eru lönd sem veiða næst mest á eftir Bretlandi.

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Homarus gammarus“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. febrúar 2018.
  • „Homarus gammarus“.
  • „European lobster“.