Ethel Smyth

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ethel Smyth árið 1922.

Dame Ethel Mary Smyth (22. apríl 1858 – 8. maí 1944) var enskt tónskáld og baráttukona fyrir kosningarétti kvenna. Hún samdi meðal annars sönglög, kórverk, kammerverk og óperur. Meðal þekktustu verka hennar eru Messa í D og kórverkið The Prison, óperurnar The Wreckers og Der Wald, og „Kvennamarsinn“, baráttulag fyrir kvennahreyfinguna. Mörg af verkum hennar voru með texta eftir Henry Bennett Brewster.

Smyth hóf tónlistarnám hjá Alexander Ewing þegar hún var 17 ára. Hún fór í frekara tónsmíðanám hjá Carl Reinecke í Tónlistarskólanum í Leipzig, en hætti eftir ár og sótti einkatíma hjá Heinrich von Herzogenberg. Hún gerðist meðlimur í kvenréttindahreyfingu Emmeline Pankhurst, Women's Social and Political Union, árið 1910. Hún var handtekin fyrir mótmælaaðgerðir árið 1912 og sat tvo mánuði í fangelsi. Hún var samt andsnúin stuðningi Pankhurst við þátttöku Breta í stríðinu. Hún átti í mörgum ástarsamböndum, oftast við konur.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.