Erani

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Erani (Aríi) er hugtak komið frá arya í sanskrít. Arya þýðir göfugur.

Ein af merkingum þess á við hóp af fólki, það er frum-Indó-Evrópumenn. Það hefur einnig verið talið að þetta fólk hafi myndað sérstakt þjóðarbrot þ.e. „Aríarnir“ líkt og Max Müller og fleiri notuðu hugtakið á 19. öldinni. Af þessari ástæðu hefur hugtakið almennt orðið nokkurs konar samnefnari yfir alla Indó-Evrópumenn. Müller minntist þó sérstaklega á það að notkun hans á hugtakinu ætti við hóp sem sameinaður væri að tungumáli en ekki ætterni. Hugtakið er einkum notað á málfræðilegum forsendum í nútímanum og á þar við fjölskyldu indó-írönsku (stundum kölluð indó-arísku) tungumálana.

Aríski kynstofninn[breyta | breyta frumkóða]

Önnur merking á við aríska kynstofninn, kynstofn sem talinn er vera beinn afkomandi hins upprunalega aríska þjóðarhóps. Þessi merking var og er enn ríkjandi í kenningum um yfirburði hins evrópska kynþáttar („hvíti maðurinn“), sem margar hverjar hafa einnig dreift sér til Norður-Ameríku og Indlands. Samkvæmt hugmyndafræði nasista í seinni heimstyrjöldinni var germanski kynþátturinn álitinn hreinasti fulltrúi aríska kynstofnsins, með semíska kynstofninn í beinni mótstöðu gegn sér en hreinustu fulltrúar semíta voru gyðingar. Nasisminn hélt því fram að aríski kynstofninn og afkomendur hans væri eini kynstofninn sem væri fær um að skapa framsækna siðmenningu, á meðan aðrir kynþættir væru aðeins færir um að viðhalda menningu sinni innan sama þróunarrammans. Þessi hugmynd var og er enn styrkt í gegnum samanburð á framförum evrópskrar siðmenningar á sviðum vísinda, tækni og félagslegrar uppbyggingar miðað við frumstæða menningarheima þeldökkra kynþátta Afríku og Ameríku.