Fara í innihald

Eríonít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eríónít.

Eríonít er bergtegund, í flokknum Zeolítar.[1] Erónít er þráðótt og þétt samvaxnið í knippi.

Mynda liðótta flata þræði sveigjanlega og mjúka viðkomu. Hvítt með skelplötugljáa. Oft 2-3 cm á lengd.

  • Efnasamsetning: (K2,Ca,Na2)2Al4Si14O36 • 15H2O
  • Kristalgerð: hexagónal
  • Harka: 4
  • Eðlisþyngd: 2,02-2,13
  • Kleyfni: ógreinileg

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Sjaldgæft, finnst í þóleiíti og ólivínbasalti á blágrýtissvæðum. Þekkt á Tröllaskaga Austfjörðum og við Hvalfjörð.

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson, 1999, Íslenska Steinabókin, 2.prentun, ISBN 9979-3-1856-2
  1. „Zeolítar“. Safnasvæðið Akranesi. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. apríl 2009. Sótt 30. Ágúst, 2010.