Fara í innihald

Lindadúnurt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Epilobium alsinifolium)
Lindadúnurt
Lindadúnurt við lækjarsprænu í Austurríki.
Lindadúnurt við lækjarsprænu í Austurríki.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Dúnurtabálkur (Myratles)
Ætt: Eyrarrósarætt (Onagraceae)
Ættkvísl: Epilobium
Tegund:
Lindadúnurt (Epilobium alsinifolium)

Tvínefni
Epilobium alsinifolium
Lam.

Lindadúnurt (fræðiheiti: Epilobium alsinifolium) er plöntutegund af eyrarrósarætt. Lindadúnurt vex á Íslandi við lindir, fjallalæki og dýjavætur og er nokkuð algeng um allt land.[1] Hún vex frá láglendi upp í 750 metra hæð yfir sjávarmáli en getur vaxið enn ofar þar sem jarðhita gætir. Hæst er hún skráð í 1170 metrum yfir sjávarmáli við Öskju.[1]

Lindadúnurt líkist heiðadúnurt (E. hornemannii) en hefur stærri blóm, stærri og oddhvassari blöð auk þess sem blöð lindadúnurtar eru dökkgrænni en blöð heiðadúnurtar.[1]

Lindadúnurt er með algengustu plöntutegundum í dýjavist sem einkennist af mosavöxnum lindaruppsprettum.[2]

Samband við aðrar tegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrar tegundir sjúkdómsvaldandi sveppa hafa fundist á lindadúnurt. Sveppurinn Septoria epilobii-alpini fannst vaxandi á lindadúnurt í Reyðarfirði árið 1962 en til hans hefur ekki spurst síðan, að minnsta kosti ekki á Íslandi.[3] Dúnurtapússryð[4] (Puccinia epilobii) er algengur pússryðsveppur um allt land og vex á lindadúnurt ásamt nokkrum öðrum dúnurtum.[3]

Tilvísandir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Flóra Íslands (án árs). Lindadúnurt - Epilobium alsinifolium. Sótt þann 6. febrúar 2020.
  2. Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir (ritstj.) (2016). Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 54. Garðabæ, Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt þann 19. júlí 2019.
  3. 3,0 3,1 Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Geymt 17 október 2020 í Wayback Machine Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
  4. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.