Fara í innihald

Engel gegn Vitale

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Engel v. Vitale)

Engel gegn Vitale (Engel v. Vitale), 370 U.S. 421 (1962), er tímamótadómsmál hæstaréttar Bandaríkjanna. Hæstiréttur úrskurðaði að það væri ekki í samræmi við stofnsetningarákvæði fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna að fara með formlegar bænir í ríkisskólum Bandaríkjanna.[1] Dómurinn varð einn sá afdrifaríkasti í hæstaréttardómur á eftirstríðsárunum og olli gríðarlegum deilum í bandarísku samfélagi.

Aðdragandi

[breyta | breyta frumkóða]

Í New York fylki voru lög um að nemendur ríkisskóla skyldu hefja skóladaginn á að fara með kristilega bæn. Í skóla í New Hyde Park, New York, voru nemendur látnir fara með eftirfarandi bæn, en máttu þó vera fjarverandi:

"Almighty God, we acknowledge our dependence upon Thee, and we beg Thy blessings upon us, our parents, our teachers, and our country".[2]

Foreldrar nemenda þessa skóla í New York, með Stephen Engel í fararbroddi, voru mótfallin bæninni. Þau stefndu William Vitale, forseta skólaráðs New York fylkis, með þeim rökum að bænastundin væri ekki í samræmi við fyrsta viðauka sjórnarskrár Bandaríkjanna, sem kveður á um að fylki megi ekki setja lög sem koma í veg fyrir frjálsa iðkun trúarbragða.[3]

Dómarar úrskurðuðu svo, með 6 atkvæðum gegn 1, að flytja bænir í skólum stangist á við stofnsetningarákvæði fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, því markmið hennar var að koma í veg fyrir afskipti ríkisins af trú.[4]

Þetta þýðingamikla dómsmál skapaði ákafar umræður í Bandaríkjunum, sérstaklega trúardeilur í tengslum við menningarstríðin. Kristnir íhaldsmenn voru ósáttir með að „Guði hafi verið sparkað úr skólum“[5] og í kjölfarið sameinuðust fyrrum fjandmenn og til varð íhaldssama stjórnmálahreyfingin Hinir trúarlegu íhaldsmenn(en) sem hjálpuðu til við forsetakjör Ronalds Reagan árið 1980.[6]

  1. „Engel v. Vitale | Definition, Background, & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 7. nóvember 2020.
  2. „Engel v. Vitale | Definition, Background, & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 7. nóvember 2020.
  3. Ólafur S. Thorgeirsson (1905). „Stjórnarskrá Bandaríkjanna“. Stjórnlagaráð 2011. Sótt nóvember 2020.
  4. „Facts and Case Summary - Engel v. Vitale“. United States Courts. Sótt nóvember 2020.
  5. Charles C. Haynes (júlí 2012). „50 years later, how school-prayer ruling changed America“. Freedom Forum Institute. Sótt nóvember 2020.
  6. Andrew Hartman (2015). A war for the soul of America. A history of the culture wars. bls. 71-72.
  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.