Fara í innihald

Endingarhyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Endingarhyggja er heimspekileg kenning um samsemd hluta (eða hvernig hlutir vara í gegnum tíma), sem felur í sér að á hverju augnabliki sé eining í samsemd hlutar, andstætt sneiðhyggju, sem felur í sér að eining samsemdar hluta sé fólgin í heild allra svonefndra tímasneiða hans (líkt og kvikmynd). Þannig hlutur samkvæmt endingarhyggjunni á sérhverju augnabliki sami hluturinn og hann var eða verður á öðru augnabliki.

Til að skýra kenninguna með dæmi má ímynda sér að einhver sjái bók einn daginn og sjái hana svo aftur næsta dag. Bókin, sem viðkomandi sér aftur næsta dag, er sama bókin og hann sá daginn áður en ekki einungis sá hluti bókarinnar sem er til seinni daginn.

Endingarhyggja fer gjarnan saman með nútíðarhyggju um tímann en gerir þó ekki ráð fyrir henni. (En nútíðarhyggjan gerir ráð fyrir eða felur í sér endingarhyggju).

Greinarmunurinn á nútíðarhyggju og eilífðarhyggju (á ensku „endurantism“ og „perdurantism“) var gerður af ástralska heimspekingnum Mark Johnston en á rætur að rekja til kenninga Davids Lewis.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Simon Blackburn (ritstj.), The Oxford Dictionary of Philosophy s.v. endurance/perdurance (Oxford: Oxford University Press, 1994).

Heimildir og frekara lesefni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Endurantism“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. febrúar 2007.
  • McKinnon, N., „The Endurance/Perdurance Distinction“, The Australasian Journal of Philosophy 80 (3) (2002): 288-306.
  • Merricks, T., „Persistence, Parts and Presentism“, Nous 33 (1999): 421-38.
  • Sider, T., Four-Dimensionalism (Oxford: Clarendon Press, 2001).
  • Zimmerman, D., „Persistence and Presentism“, Philosophical Papers 25 (1996): 2.
  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.