Encarta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Microsoft Encarta er rafrænt alfræðirit sem Microsoft gaf út frá 1993 til 2009. Árið 2008 innihélt enska útgáfan meira en 62.000 greinar, og auk þess mikinn fjölda mynda, kvikmynda, hljóðs, korta, skýringarmynda, verkefna o.s.frv.. Encarta varð til þegar Microsoft keypti útgáfurétt að alfræðiorðabók forlagsins Funk & Wagnalls eftir að útgefendur Encyclopedia Britannica höfðu áður hafnað tilboði fyrirtækisins. Síðar keypti Microsoft alfræðiritin Collier's Encyclopedia og New Merit Scholar's Encyclopedia frá Macmillan og felldi þau inn í Encarta. Alfræðiritið var gefið út á geisladiski en vefútgáfa kom síðar. Microsoft ákvað 2009 að hætta útgáfu alfræðiritsins sem hafði dalað mikið í vinsældum.

  Þessi Microsoftgrein sem tengist hugbúnaði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.