Fara í innihald

Ellen Marie Magerøy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ellen Marie Mageröy)

Ellen Marie Magerøy – áður Ellen Marie Olsen – (4. febrúar 191811. desember 2009) var norskur listfræðingur, lengi fyrsti safnvörður við embætti Þjóðminjavarðar í Osló. Hún var einkum þekkt fyrir rannsóknir sínar á íslenskum útskurði og íslenskum drykkjarhornum frá fyrri öldum, en fékkst einnig við norska skurðlist og listasögu.

Foreldrar: Johannes Hartvig Olsen (1885–1928) teiknari og Ingeborg Marie Gudbrandsen (1882–1930).

Ellen Marie fæddist í Osló og ólst þar upp – að hluta hjá tveimur frænkum sínum. Hún varð stúdent 1938, fór svo í Háskólann og lærði listasögu. Á árunum 1945–1947 dvaldist hún við nám og rannsóknir í París, og fór þá einnig til Englands, Hollands og Belgíu. Afrakstur af þeirri vinnu var bók hennar um Hollensk innimálverk frá 17. öld, sem var unnin upp úr meistararitgerð hennar í listasögu við Háskólann í Osló 1949.

Árið 1949 kom Ellen Marie hingað til lands með eiginmanni sínum sem varð sendikennari í norsku við Háskóla Íslands. Þau dvöldust hér í þrjú ár, til 1952, og kynntust hér fjölda manns. Þá fékk Ellen Marie áhuga á útskurði í íslenskum söfnum, einkum Þjóðminjasafni Íslands. Snerist drjúgur hluti af rannsóknum hennar um það efni. Árið 1969 varði hún doktorsritgerð við Háskólann í Osló um jurtaskreytið í íslenskum tréskurði frá fyrri öldum (prentuð 1967). Hún samdi einnig ítarlegt rit um íslensk drykkjarhorn (2000) og fjölda greina um svipuð efni, sbr. ritaskrá.

Eftir að Ellen Marie hafði lokið doktorsritgerð sinni hóf hún störf hjá embætti þjóðminjavarðar (Riksantikvaren) við Akershúsvirki í Osló, og starfaði þar í um 20 ár, lengst af sem fyrsti safnvörður.

Ellen Marie hélt nánum tengslum við Ísland og kom hér oft. Hún fékk margvíslega viðurkenningu fyrir störf sín, m.a. riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu, 2005.

Ellen Marie giftist 1949 Hallvard Magerøy, síðar prófessor í íslensku við Háskólann í Osló. Þau eignuðust þrjú börn: Nils Are, Jostein og Ingeborg.

  • Hollandsk interiørmaleri i det 17. århundrede, Oslo 1951. Kunst og kulturs serie.
  • Planteornamentikken i Islandsk treskurd. En stilhistorisk studie 1 Tekst, 2 Plansjer, Hafniæ 1967. Bibliotheca Arnamagnæana, Supplementum: 5 og 6. — Doktorsritgerð. Andmælaræða Magnúsar Más Lárussonar í Sögu, 1970:248–263. Ritdómur Kristjáns Eldjárns í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1969:111–125.
  • Norsk treskurd, Oslo 1972. Norsk Kulturarv 9. — Önnur prentun 1973.
  • Norges kirker: Bergen, 1.–3. bindi, Riksantikvaren, Oslo 1980, 1983 og 1990. Norske minnesmerker. — Ellen Marie skrifaði um kirkjugripi og listaverk, Hans-Emil Lidén um byggingarnar.
  • Norsk treskurd, Ny utgåve, Oslo 1983. Norsk Kulturarv 20.
  • Islandske drikkehorn med middelalderskurd, Rvík 1987. Fyrirlestrar Minningarsjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright: 7. Þjóðminjasafn Íslands.
  • Islandsk hornskurd. Drikkehorn fra før „brennevinstiden“, Hafniæ 2000. Bibliotheca Arnamagnæana, Supplementum : 7. — Þór Magnússon: Ritdómur. Saga 41 (1), Rvík 2003:199–204.
  • Ellen Marie (Mosse): Mellomkrigsbarn på Adamstuen, Bærum 2003. — Fjölrit. Æskuminningar og frásagnir af skyldmennum.
  • Navn og retninger i Islands malerkunst. Kunst – Kultur 34, København 1951:1–24.
  • Islandsk billedkunst i dag. Ord och bild, Stockholm 1952:455–468.
  • Tilene fra Möðrufell i Eyjafjord. Viking, Oslo 1953:43–62.
  • Íslenskur tréskurður í erlendum söfnum, 1–6. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1955–1965. — Greinaflokkur í 8 hlutum.
  • Flatatunga problems. Acta Archaeologica, Vol. XXXII, København 1961:153–172.
  • Karveskurd. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder 8:318–321, Kbh. 1963. — Leiðrétting: 21:231-232.
  • Et islandsk drikkehorn. Kunstindustrimuseet i Oslo. Årbok 1968–69, Oslo 1969:47–51.
  • Utskårne drikkehorn fra Island. By og bygd, 22. bind, Oslo 1970:67–96.
  • Íslenskt drykkjarhorn. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1970:50–54. — Þýðing Kristjáns Eldjárns á áðurnefndri grein.
  • „Biskopen“ i Urnes stavkirke. Foreningen til Norske fortidsminnesmerkers bevaring. Årbok, Oslo 1971:13–24.
  • Treskurd. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder 18, Kbh. 1974.
  • Norrøn treskurd. Norrøn kulturhistorie, Oslo 1974:38–58.
  • En komplett treenighet fra Island. ICO – Den iconographiske Post 2–3, Kbh. 1975:25–35.
  • Gjemt, men ikke glemt. Í: Minjar og menntir. Afmælisrit helgað Kristjáni Eldjárn, Rvík 1976:342–357. — Um nokkra útskorna íslenska gripi, einkum í Danmörku.
  • „Løveridderen“ på kirkedøren fra Valþjófsstaðir. ICO – Den iconographiske Post 3–4, Kbh. 1977:51–53.
  • Dularfullir skurðlistarmenn á 18. öld. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1981:77–102. — Kristján Eldjárn þýddi.
  • Þrjú vestfirsk hjónasæti og einn stóll. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1984:81–99. — Hörður Ágústsson þýddi.
  • Margrét hin haga. Kvinnenes kulturhistorie 1, Oslo 1985:147–148.
  • „Abraham-hornet“ fra Island. Viking 49, Oslo 1985/86:235–247.
  • Hörður Ágústsson: Dómsdagur og helgir menn á Hólum : Ritdómur. Foreningen til Norske fortidsminnesmerkers bevaring. Årbok, Oslo 1990:227–232. — Með Håkon Christie.
  • Carving: Bone, Horn and Walrus tusk. 2 Iceland. Medieval Scandinavia, An Encyclopedia , New York/London 1993:70–71.
  • Wood Carving: 1 Norway. 2 Iceland. Medieval Scandinavia, An Encyclopedia , New York/London 1993:725–737.
  • Útskurður og líkneskjusmíð úr tré. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1999:5–110. — Guðbjörg Kristjánsdóttir og Mjöll Snæsdóttir þýddu. Leiðréttingar í Árbók 2000–2001:240. Greinin átti að vera kafli í ritsafninu Íslensk þjóðmenning, sem Bókaútgáfan Þjóðsaga lagði drög að, en aðeins komu út fjögur bindi af 9–10 bindum sem voru áætluð.
  • Jónas Kristjánsson: „Hallvard Magerøy.“ Minningargrein í Morgunblaðinu 7. desember 1994.
  • Lilja Árnadóttir: „Dr. Ellen Marie Magerøy. Minningarorð.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, Rvík 2010, 211–213.
  • Skrár Landsbókasafns o.fl.