Elda Grin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Elda Grin (Էլդա Գրին, Elda Ashoti Grigoryan) (f. 1928 - d. 2016) var armenskur rithöfundur, sálfræðingur og lagasérfræðingur. Hún fæddist í Tíblisi í Georgíu. Á árunum 1943-1947 nam hún við deild erlendra tungumála við rússneska kennaraskólann í Jerevan. Elda Grin var prófessor í sálfræði við Jerevan-háskóla.

Hún gaf út tíu smásagnasöfn, þar á meðal: A Night Sketch (1973), My Garden (1983), We Want to Live Beautifully (2000), Space of Dreams (2004). Smásagan Hendurnar var skrifuð árið 1983.