El Hierro

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning eyjunnar í Kanaríeyjunum.
Loftmynd.
Landslag
Eldgos í sjónum hjá eyjunni, 2011

El Hierro (gælunafn: Isla del Meridiano) er spænsk eyja. Hún er minnsta og suðvestasta Kanaríeyjan við strönd Vestur-Afríku í Atlantshafinu. Hún liggur á hnitunum 27°45'N og 18°00'V. og er 269 ferkílómetrar að stærð. Mannfjöldi eyjunnar var um 11.000 (árið 2017).

Hæsti punktur eyjunnar er Malpaso; 1501 metrar. Eyjan er um 1.1 milljón ára gömul og yngst Kanaríeyja. Síðasta eldgos á eyjunni varð seint á 18.öld. Árið 2011 var neðansjávargos nálægt eyjunni og jarðskjálftar.

El Hierro tilheyrir héraðinu Santa Cruz de Tenerife og eru þar þrjú sveitarfélög: Frontera, Valverde og El Pinar. Þau samsvara helstu bæjunum á eyjunni: La Frontera, Villa de Valverde, El Pinar de El Hierro. Vindmyllur og vatnsafl sjá eyjunni fyrir rafmagni.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.