Fara í innihald

Elínborg Jacobsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Elínborg Jacobsen (fædd 10. október 1871, dáin 1929) var fyrst kvenna til að ljúka stúdentsprófi á Íslandi en hún lauk námi frá Lærða skólanum árið 1897.

Elínborg var færeysk en foreldrar hennar fluttu til Íslands um 1870 og fæddist Elínborg hér á landi. Foreldrar hennar voru Joen Jacobsen skósmiður í Reykjavík og kona hans Anna Kristina María.

Að loknu stúdentsprófi hélt Elínborg til Kaupmannahafnar og hóf nám í læknisfræði við Kaupmannahafnarháskóla en hætti námi. Hún starfaði síðar sem nuddlæknir.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Páll Eggert Ólason o.fl. „Íslenskar æviskrár“, 5. bindi, bls. 315.