Egyptaeðla
Egyptaeðla Tímabil steingervinga: Síðkrítartímabilið, frá um 100-94 milljón árum síðan, (Cenomaníum) | ||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||||
†Aegyptosaurus baharijensis Ernst Stromer, 1932 |
Egyptaeðla (fræðiheiti: Aegyptosaurus baharijensis [1]) var graseðla af ættkvíslinni Aegyptosaurus sem tilheyrir hópi títaneðla. Hana var að finna þar sem nú er Afríka fyrir um 95 milljónum ára, seint á Krítartímabilinu.
Saga og flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Tegundin fannst í Baharyia lögunum í Egyptalandi (þaðan sem hún fær nafn sitt) á árunum 1910 til 1913 af tveimur þýskum steingervingafræðingum, þeim Ernst Stromer og Richard Markgraf. Henni var þó ekki lýst fyrr en sautján árum síðar árið 1932 í München þar sem leyfar hennar voru geymdar.[2] Í seinni heimstyrjöldinni þann 25 apríl 1944 var safnið jafnað við jörðu af sprengjuflugvélum bandamanna, og með því glötuðust einu þekktu bein egyptaeðlurnar.[3]
Egyptaeðla er ein af aðeins tveimur títaneðlum sem þekktar eru frá Afríku ásamt fenjarumi (Paralititan stromeri).[3]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Örnólfur Thorlacius. (2008). Náttúrufræðingurinn, 91(1–2), 29–41. https://timarit.is/gegnir/991007143189706886
- ↑ Ernst Stromer (1932). Ergebnisse der Forschungsreisen Prof. E. Stromers in den Wüsten Ägyptens. II. Wirbeltierreste der Baharîje-Stufe (unterstes Cenoman). 11. Sauropoda (PDF) (þýska). Abhandlungen der Bayerischen Akademie der Wissenschaften Mathematisch-naturwissenschaftliche Abteilung. bls. 1-21.
- ↑ 3,0 3,1 Smith, Joshua B.; Lamanna, Matthew C.; Lacovara, Kenneth J.; Dodson, Peter; Smith, Jennifer R.; Poole, Jason C.; Giegengack, Robert; Attia, Yousry (2001-06). „A Giant Sauropod Dinosaur from an Upper Cretaceous Mangrove Deposit in Egypt“. Science (enska). 292 (5522): 1704–1706. doi:10.1126/science.1060561. ISSN 0036-8075.