Fara í innihald

Eggjarnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leifar af byssuhreiðri breska hersins á Eggjunum.

Eggjarnar (einnig Skúvanes) er 200 metra hátt bjarg á Suðuroy (Suðurey) í Færeyjum. Það er hluti af Vágsbjørgum og er vestan við Vág. Bjargið þykir tilkomumikið og er algengt viðfangsefni ljósmyndara og listamanna. Vegur liggur fram á Eggjarnar frá Vági og heitir Eggjarvegur. Vegurinn endar 25 metrum frá bjargbrúninni og bjargið er þverhnípt niður í Atlantshafinu. Af Eggjunum er frábært útsýni, til Beinisvørð í suðri og Vágseiðis og Gjógvaráfjalls í norðri.

Í seinni heimstyrjöldinni byggðu Bandaríkjamenn Loran-C-fjarskiptastöð á Eggjunum og reistu þar fjögur há möstur. Fyrstu fjarskiptaboðin voru send 15. október 1943. Breski herinn, sem hafði hernumið Færeyjar stuttu eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku. notaði fjarskiptarstöðina til að leiðbeina flugvélum og skipum. Starfsemi stöðvarinnar hélt áfram eftir að stríðinu lauk og Danir yfirtóku hana árið 1946. Stöðin var yfirgefin í desember 1977. Uppi á bjarginu má enn sjá rústir stöðvarinnar og annarra mannvirkja.