Eftirlaunasjóður norska ríkisins
Útlit
Eftirlaunasjóður norska ríkisins, stundum kallaður Norski olíusjóðurinn, er sjóður í eigu norska ríkisins. Sjóðurinn var stofnaður 22. júní árið 1990 til að halda utan um tekjur norska ríkisins af olíuvinnslu. Sjóðurinn fékk sínar fyrstu tekjur árið 1996. Síðan þá hefur hann vaxið hratt og var árið 2015 metinn á 7.475 milljarða norskra króna.