Edmund Fanning
Útlit
Edmund Fanning (16. júlí 1769 – 23. apríl 1841) var bandarískur landkönnuður og skipstjóri á Kyrrahafi. Hann fann meðal annars Fanning-eyju árið 1797 en hún kallast nú Tabuaeran og tilheyrir Kiribati.
Árið 1829 átti hann stóran þátt í að senda bandaríska flotann í sinn fyrsta könnunarleiðangur og stóð einnig á bak við Wilkes-leiðangurinn svonefnda, sem farinn var um suðurhöf á árunm 1838-1842.