Fara í innihald

Edinburgh Festival Fringe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Götulistamaður á hátíðinni 2010.

Edinburgh Festival Fringe (einnig kallað The Fringe eða Edinburgh Fringe, eða Edinburgh Fringe Festival ) er stærsta sviðslistahátíð heims. Árið 2018 stóð hún í 25 daga með yfir 55.000 sýningar á 3.548 mismunandi uppfærslum á 317 stöðum. Hátíðin var stofnuð árið 1947 sem valkostur við Edinborgarhátíðina og fer fram árlega í Edinborg í Skotlandi í ágústmánuði. The Fringe er orðin leiðandi listahátíð á heimsvísu. Aðeins Ólympíuleikarnir og heimsmeistaramót FIFA standa henni framar í alþjóðlegri miðasölu.[1] Viðburðurinn hefur „gert meira til að setja Edinborg í fremstu röð heimsborga en nokkuð annað“. [2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Thorpe, Vanessa (14. júlí 2019). „The comedians are ready and so are the crowds ... but where are the Edinburgh critics?“. The Observer. Sótt 12. apríl 2020.
  2. Dale, Michael (1988). Sore Throats and Overdrafts: An illustrated story of the Edinburgh Festival Fringe. Edinburgh: Precedent Publications: 10.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.