Fara í innihald

Ecser

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ecser er þorp í Ungverjalandi, skammt frá Búdapest, höfuðborg landsins. Íbúar í Ecser eru um 3500 (2007) og flatarmál er 13,1 km². Í Ecser búa margir Slóvakar en bærinn heitir á slóvakísku Ečer.

Ecser er gamalt þorp, stofnað árið 896. Kirkja hefur verið í þorpinu frá 1315. Frá 1541 til 1686 var Ecser í eyði en þá voru Tyrkir í Ungverjalandi.