Fara í innihald

ENCODE

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

ENCODE eða ENCyclopedia Of DNA Elements er verkefni sem fjallar um að finna út virkni hinna mismunandi hluta erfðamengis mannsins. Um er að ræða samstarfsverkefni margra rannsóknarhópa styrkt af National Human Genome Research Institute (NHGRI). Markmið þessa verkefnis er að finna alla virka hluta í erfðamengi mannsins. Dæmi um virka hluta eru raðir sem skrá fyrir prótínum, raðir sem virka sem bindiset fyrir stjórnþætti, raðir sem mynda RNA sem ekki eru þýdd í prótín. Einnig er ætlunin að kortleggja eftirmyndun DNA, bindingu litninsprótína og litnisagna í ýmsum tilbrigðum í mismunandi frumugerðum eða vefjum.

Upplýsingarnar eru samþættar erfðamenginu, eins og til dæmis á erfðamengjavafrara háskólans í Santa Cruz.