Dwarf Fortress (tölvuleikur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dwarf Fortress er tölvuleikur þar sem markmiðið er að byggja upp samfélag dverga. Leikurinn er í senn hlutverkjaleikur, borgarsmíði og ævintýraveröld þar sem spilari stýrir hópi dverga sem reyna að byggja farsæla og ríka neðanjarðarborg í fjalli. Á meðan verða spilarar að kjást við hættur í umhverfi, óboðna gesti, vampýrur og aðrar næturverur og stundum brjálaðar ófreskjur og huga að velferð dverga og halda lífi í borgarbúum. Í öðrum hluta leiksins fer spilari í fótspor ævintýramanns á ferðalagi sem slæst við óvini og mismunandi verur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.