Durian

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fellibylurinn Durian yfir Filippseyjum.

Durian var fellibylur sem olli miklu tjóni á Filippseyjum 30. nóvember til 3. desember árið 2006. Hann myndaðist 24. nóvember í Vestur-Kyrrahafi og eyddist 5. desember yfir Víetnam. Þar sem eldfjallið Mayon hafði gosið skömmu áður olli fellibylurinn aurskriðum. Að minnsta kosti 720 manns létust, en tala látinna er ekki vituð þar sem ekki hefur verið grafið í stærstu aurskriðurnar umhverfis eldfjallið. 98 létust í Víetnam vegna fellibylsins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.