Dultaugakerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Dultaugakerfið)
Jump to navigation Jump to search

Dultaugakefi, einnig nefnt sjálfvirka taugakerfið er í líffærafræði annar hluti úttaugakerfisins en hinn er viltaugakerfið. Í andstæðu við viltaugakerfið sem dýrið hefur meðvitaða stjórn yfir virkar dultaugakerfið sjálfkrafa. Það sér um meltinguna, að viðhalda réttum hita á líkamanum, að stilla tíðni hjartsláttar, að viðhalda réttum blóðþrýstingi, að sjá um öndun og að sjá til þess að líkaminn svitni. Dultaugakerfið skiptist í tvennt; driftaugakerfi og seftaugakerfi.

Driftaugakerfi[breyta | breyta frumkóða]

Forhnoðutaugunga er aðeins að finna í brjóstholshlutum og efstu tveimur eða þremur lenda-hlutum mænu. Þá er að finna í hliðlæga horni mænugrána. Þeir fara úr mænu gegnum kviðlægu rót hennar og sameinast mænutaug. Eftirhnoðutaugungar hafa boli sína annaðhvort í hnoðu driftaugakeðju (e. sympathetic chain of ganglia) sem liggur meðfram hryggsúlu eða í fléttum (e.(sing.) plexus) í kringum megingreinar kviðhluta ósæðar. Forhnoðutaugungar fara inn í driftaugakeðju eftir hvítu samskiptagrein (e. white ramus communicantes), svonefnd vegna mýelínslíðra sinna.

Forhnoðutaugungar driftaugakerfis, sem fara til höfuðs og brjósthols, enda í samtengingu við eftirhnoðutaugunga í dultaugakeðjunni. Eftirhnoðutaugungarnir fara aftur í mænutaug í gráu samskiptagrein sem heitir svo vegna engra mýelínslíðra. Hins vegar fara forhnoðutaugungar sem ítauga innri líffæri kviðarhols og mjaðmagrindar óhindraðir í gegnum driftaugakeðjuna og beint í þá fléttu þar sem tilsvarandi eftirhnoðutaugunar bíða.

Forhnoðutaugungar seyta yfirleitt acetýlkólíni en eftirhnoðutaugungar noradrenalíni.


Taugakerfið

Heili - Mæna - Miðtaugakerfið - Úttaugakerfið - Viltaugakerfið - Dultaugakerfið - Semjukerfið - Utansemjukerfið