Fara í innihald

Dulritun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dulritun[1][2] (eða dulkóðun)[2] er hugtak í dulritunarfræði sem merkir að breyta ódulrituðum texta í dulrit (dulritaðan texta) með ákveðinni dulritunaraðferð;[2] tilgangur dulritunaraðferðarinnar er að gera dulritið óráðanlegt þeim sem búa ekki yfir ákveðnu leyndarmáli sem er kallað dulmálslykill.

Dulráðning er notuð til að snúa ferlinu við,[1][2] en það ferli er oft það hið sama.

Dulritun á sér langa sögu og hefur tekið miklum framförum beint eða óbeint tengt stríðsrekstri.

Fyrstu dulritunaraðferðirnar voru umskiptidulritanir[3]:en eins og reiknirit Sesars þar sem hverjum staf í texta er hliðrað um ákveðið bil í stafrófinu og verður textinn þar með óskiljanlegur nema viðtakandinn þekki hliðrunina. Auðvelt reyndist þó að brjóta þessi dulmál og hefur þróun dulmála leitt af sér fágaðari dulritunaraðferðir. Frá og með sjöunda áratug 20. aldar hafa dulmál færst út notkun ríkisstjórna og leynifélaga yfir á einkanotendur. Þau eru notuð á hverjum degi og notfæra sér margir þá tækni án þess að gera sér grein fyrir því. Þannig eru tengingar heimabanka yfirleitt dulkóðaðar og öll GSM raddsamskipti eru dulkóðuð (þó ekki smáskilaboð). Einnig hafa önnur almennari samskipti sífellt farið að nýta sér dulkóðun, svo sem spjallforrit og tölvupóstur.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 dulritun kv. Geymt 24 október 2007 í Wayback Machine í Tölvuorðasafninu
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 „Hvað er og hvernig verkar dulkóðun?“. Vísindavefurinn.
  3. Orð búið til af höfundi.