Drullutjakkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Drullutjakkur á jeppa (Land Rover)

Drullutjakkur er fjölnota tjakkur sem er gjarnan notaður í landbúnaði, bílaíþróttum eða þar sem þarf að lyfta þungum byrðum á lausu undirlagi. Hann var fundinn upp í kring um 1905 og var markaðssettur undir nafninu Automatic Combination Tool. Hönnunin hefur lítið breyst síðan þá.

Aðalhluti drullutjakks er járnbiti en á honum eru göt með jöfnu millibili. Á þessum bita rennur sleði sem læsir sig í götin eftir því sem tjakkurinn kemst. Aflstöngin er járnstöng, álíka löng og tjakkurinn sjálfur.

Fjölbreytni drullutjakksins lýsir sér í því að ekki er bara hægt að lyfta með honum heldur er hægt að nota hann til að spenna eitthvað saman eða í sundur, nota hann sem dráttarspil eða jafnvel sem þvingu.