Draumkvæði (Stjúpmóðurkvæði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Draumkvæði (einnig þekkt undir heitinu Stjúpmóðurkvæði eða Fagurt syngur svanurinn) er norrænt danskvæði, vikivaki, eða sagnadans. Kvæðið er einn fárra sagnadansa sem lifði enn á vörum landsmanna á 20. öld. Kvæðið er talið danskt að uppruna.

Efni kvæðis[breyta | breyta frumkóða]

Stúlka nokkur (stundum kölluð Signý) biður stjúpmóður sína að ráða draum sinn og heitir hún henni gullskrín sitt að launum. Stjúpmóðirin játar og hlýðir á draum stjúpdóttur sinnar. Stúlkuna kveðst hafa dreymt rótartré hanga hátt yfir höfði sér, að fugl renndi að skemmuglugg sínum og að stjörnur tvær lægju á brjóstum sínum. Stjúpmóðirin ræður síðan draum stjúpdótturinnar og samkvæmt kvæðinu þiggur hún ekki gullskrín hennar.

Þjóðlög við kvæðið[breyta | breyta frumkóða]

Íslensk þjóðlög hafa varðveist við Draumkvæði og finna má þau í Íslenskum þjóðlögum Bjarna Þorsteinssonar.