Drómundur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Drómundar voru stór skip sem notuð voru til siglinga á Miðjarðarhafi á miðöldum.

Þeir koma stundum fyrir í Íslendingasögunum þar sem minnst er á ferðir norræna manna um Miðjarðarhafið. Í Heimskringlu er t.d. þáttur sem nefnist Saga Inga konungs og bræðra hans og þar er minnst á drómund:

En Rögnvaldur og Erlingur skakki hittu á drómund einn í hafi og lögðu til níu skipum og börðust við þá. En að lyktum lögðu þeir snekkjurnar undir drómundinn. Báru þá heiðnir menn ofan á þá bæði vopn og grjót og grýtur fullar af vellanda biki og viðsmjörvi. Erlingur lá sínu skipi næst þeim og bar fyrir utan það skipið vopnaburðinn heiðinna manna. Þá hjuggu þeir Erlingur raufar á drómundinum, sumar í kafi niðri, sumar uppi á borðunum svo að þeir fóru þar inn. [..]Auðun rauði hét sá maður, stafnbúi Erlings, er fyrst gekk upp á drómundinn. Þeir unnu drómundinn og drápu þar ógrynni manna, tóku þar ófa mikið fé og unnu þar fagran sigur.
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.