Do The Right Thing (Kvikmynd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Do The Right Thing eða Að gera réttu hlutina er kvikmynd frá árinu 1989, undir leikstjórn bandaríska leikstjórans Spike Lee. Söguþráður byggist á óeirðum í New York, sem áttu sér stað þremur árum fyrir gerð myndarinnar og er hún sögð vera svar við þeim atburði.

Sagan sem sögð er í myndinni gerist í Brooklyn á einum allra heitasta sumardegi ársins. Tvær helstu persónur myndarinnar eru þeir Mookie (Spike Lee) og Sal (Danny Aiello). Mookie starfar sem pítsusendill fyrir pítsustað Sal. Talsverð spenna ríkir þó á milli þeirra þar sem þeir eru af ólíkum kynþætti og á slík spenna að benda til óstöðugleikans í samskiptum kynþáttanna innan New York borgar þess tíma. Ósætti tvímenninganna nær hámarki er Sal lendir í ágreiningi við þeldökkan viðskiptavin. Hvítir lögreglumenn mæta á vettvang, enda þeir á því að myrða einn blökkumannanna. Mookie verður vitni að morðinu og brýtur hann rúðu innan pítsastaðsins sem leiðir svo til þess að staðurinn er brenndur til grunna í kynþáttaóeirðum sem brjótast út. Myndinni lýkur með tveimur ólíkum viðhorfum til gildis ofbeldis og friðsamra mótmæla, annars vegar frá Martin Luther King Jr. og hins vegar Malcolm X.

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Myndin er samin sem viðbragð við vaxandi spennu í samskiptum kynþáttanna í mörgum borgum Bandaríkjanna á áttunda og níunda áratugnum og tíðum fréttum af lögregluofbeldi sem beindist að blökkumönnum.[1]

Spike Lee sótti innblásturinn að söguþræði kvikmyndarinnar í atvik sem átti sér stað við Howard strönd þar sem blökkumaður lætur lífið af völdum hópi hvítra manna. Atvikið lýsti sér þannig að fjórir blökkumenn, Michael Griffith 23 ára, Cedric Standiford 36 ára og svo unglingarnir tveir Curtis Sylvester og Timothy Grimes, báðir 20 ára gamlir voru staddir í Cross Bay hverfinu þar sem bíll þeirra hafði bilað. Þrír fjórmenninganna ákváðu að leita hjálpar í næsta hverfi, í von um að ná að endurræsa bílinn. Curtis Sylvester varð hinsvegar eftir.[2] Þegar hinir höfðu gengið um 5 kílómetra vegalengd rákust þeir á hóp manna á leið í gleðskap, eitt leiddi af öðru og áður en vitað var, höfðu deilur hafist milli hópanna tveggja. Eftir mikil slagsmál leituðu þrímenningarnir sér aðstoðar inn á fyrrnefndan pítsastað Sal. Mennirnir sem höfðu ætlað í fyrrnefndan gleðskap gerðu sér ferð að pitsastað Sal og brutust þar út slagsmál á milli hópanna tveggja. Áðurnefndur Michael Griffith, flúði undan þessum átökum innan pítustaðarins, en þó með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl, skammt frá upphafsstað átakanna. Dauði Griffith vakti viðbrögð meðal borgarbúa Queens og varð dauði hans að uppsprettu fjöldamótmæla stuttu eftir andlát hans.[3][4]

Þáverandi bæjarstjóri New York, Ed Koch, lýsti atvikinu sem aftöku án dóms og laga[5] og tók hann því hratt til handa. Tveimur dögum seinna voru þrír stúdentar við John Adams skólann, handteknir fyrir morðið á Michael Griffith. Ökumaður bifreiðarinnar var hins vegar ekki ákærður fyrir morðið á honum þar sem aðild hans að málinu var talið slys. Mál Michael Griffith var áhrifamikið og snerti íbúa New York borgar djúpt. Af þeim sökum öðlaðist hverfið nýtt nafn í desember árið 1999, Michael Griffith til heiðurs. Hlaut það nafnið Michael Griffith Street og stendur ennþá undir því nafni. Árin 2005 og 2006 var málið notað til hliðsjónar í tengslum við önnur svipuð atvik.

Móttökur[breyta | breyta frumkóða]

Þrátt fyrir að taka fyrir mikilvæg málefni hefur kvikmyndin ekki sloppið undan gagnrýni og þá einna helst þeirri ályktun að hún feli í sér svokallaðar “steríótýpur”. Sem dæmi má nefna að persónan sem var myrt af hvítu lögreglumönnunum, Radio Raheem, sést ganga um með stórt kasettutæki, svokallaðan "Ghettoblaster", spilandi “Fight The Power” með Hip hop hljómsveitinni Public Enemy. Einnig er Radio Raheem talinn standa fyrir stuðningsmann Black Power hreyfingarinnar. Einnig neitar Mookie að vera til staðar fyrir ungan son sinn og barnsmóður, sem talið er að eigi að tákna óstöðuleika blökkumanna er kemur að uppeldi, sem og það að syni Sal er stillt upp sem persónugervingi hvítra kynþáttafordóma.

Verðlaun[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndin hlaut þó margskonar verðlaun á borð við Boston Society Of Film Critics og Chicago Film Association fyrir besta aukaleikarann. Einnig hlaut hún tilnefningar fyrir besta handrit, bestu kvikmynd og besta aukaleika á Golden Globe verðlaunahátíðinni. Svipaðar tilnefningar endurtóku sig svo á Óskarsverðlaunahátíðinni þar sem kvikmyndin kom til greina fyrir besta handritið og besta aukaleikarann. Vann hún þó ekki til verðlauna á hvorugum verðlaunahátíðum, þrátt fyrir að hafa verðskuldað slík verðlaun að margra mati. Myndin hefur þó unnið til verðlauna líkt og NAACP Image Award er Ruby Dee hlaut verðlaun fyrir hlutverk sitt sem "Móðir Sistir" eða Los Angeles Film Critics Association Award, er Spike Lee var valinn besti leikstjórinn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Andrew Hartman (2019). A War for the Soul of America: A History of the Culture Wars. The University of Chicago Press. bls. 122-124.
  2. Obenson, Tambay; Obenson, Tambay (29. júní 2019). 'Do the Right Thing': Why Spike Lee's Masterpiece Remains Essential Cinema 30 Years Later“. IndieWire (enska). Sótt 17. nóvember 2020.
  3. Brody, Richard. „The Enduring Urgency of Spike Lee's "Do the Right Thing" at Thirty“. The New Yorker (bandarísk enska). Sótt 17. nóvember 2020.
  4. Smith, J. Clay Jr (1990-1993). „Lynching at Howard Beach: An Annotated Bibliographic Index, The“. National Black Law Journal. 12: 29.
  5. Smith, J. Clay Jr (1990-1993). „Lynching at Howard Beach: An Annotated Bibliographic Index, The“. National Black Law Journal. 12: 29.
  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.