Fara í innihald

Djöflatað

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Djöflatað (fræðiheiti: Ferula assafoetida) er smávaxin jurt steinseljuættar og vex í Mið-Austurlöndum, aðallega Íran og Afganistan. Það er ýmist notað þurrkað í dufti eða í kvoðu. Djöflatað lyktar afar illa, en þegar búið er hita það í olíu, þá er gefur það réttinum nýtt og áhugavert bragð. Það var nær eingöngu notað í grænmetisrétti og þá jafnvel í stað lauks eða hvítlauks, en það gefur steiktu og grilluðu kjöti sérstakt bragð. Kvoðan er mjög bragðsterk og verður að nota með fyllstu varúð, en duftið er bragðminna enda yfirleitt blandað með hrísmjöli. Djöflatað var mjög vinsælt krydd á dögum Rómverja og allt fram á miðaldir, en féll þá í gleymsku.