Deila og drottna
Útlit
(Endurbeint frá Divide et impera)
Að deila og drottna (latína: divide et impera, „deildu og drottnaðu“) er stjórnunaraðferð og hernaðarlist sem byggir á því að sá sem henni beitir reynir að kljúfa andstæðinga sína í hópa og hindra það að hópar andstæðinga hans geti tengst saman og myndað eina heild. Hugtakið er upprunnið hjá forn Grikkjum sem Rómverjar gerðu síðar að hornsteini utanríkisstefnu sinnar.