Diskaþurrkskápur
Diskaþurrkskápur er sérstök gerð af veggskáp í eldhúsi. Skápurinn er staðsettur fyrir ofan eldhúsvask og er með þurrkgrindum og opinn að neðan. Diskar og annað leirtau er vaskað upp og sett blautt beint inn í skápinn án þess að þurrka. Þessi skápagerð er finnsk hönnun eftir Maiju Gebhard sem tók eftir að sænsk gerð af uppþvottagrindum sem ætluð var til að standa á borði var aldrei notuð þar sem fólk vaskaði upp diska og þurrkaði með viskustykki og setti inn í skáp. Með því að hengja þurrkgrindina inn í skáp fyrir ofan vask sparaðist tími og umstang. Gebhard reiknaði út að venjuleg húsmóðir eyddi næstum 30 þúsund klukkustundum af ævi sinni í uppvask og diskaþurrkun. Diskaþurrkskápurinn var þróaður milli 1944 og 1945. [1]
Framleiðsla hófst á diskaþurrkskápum árið 1948. Mælieiningar fyrir skápana voru staðlaðar árið 1982. Skáparnir eru opnir að neðan þannig að vatn geti runnið af diskum beint í vaskinn fyrir neðan skápinn.
Louise R. Krause (US 1860617) fékk einkaleyfi á þurrkskáp(dish drying cabinet) árið 1932.[2] Samoin yhdysvaltalainen Angiolina Scheuermann fékk einkaleyfi (US 1733907) á þurrkkerfi (Drainer and Depository for Dishes) árið 1929. Kaapissa .[3] Saksassa Margarete Schütte-Lihotzkyn hannaði árið 1926 í Frankfurter Kücheen sérstakan skáð.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. júlí 2009. Sótt 18. apríl 2015.
- ↑ http://www.google.com/patents/US1860617
- ↑ http://www.google.com/patents/US1733907
- ↑ http://www.uh.edu/engines/epi2577.htm