Fara í innihald

Diljá Ögn Lárusdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Diljá Ögn Lárusdóttir
Upplýsingar
Fæðingardagur 23. júní 2003
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 176 cm
Leikstaða Bakvörður
Núverandi lið
Núverandi lið Stjarnan
Númer 7
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
2019–2021
2020–2021
2021–
Fjölnir
→ Fjölnir-b
Stjarnan
Landsliðsferill2
Ár Lið Leikir
2023– Ísland

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 23. október 2024.
2 Landsliðsleikir uppfærðir
23. október 2024.

Diljá Ögn Lárusdóttir (fædd 23. júní 2003) er íslenskur körfuboltaleikmaður sem leikur fyrir Stjörnuna og Íslenska landsliðið.

Félagsliðaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Diljá hóf meistaraflokks feril sinn hjá Fjölnir veturinn 2019–2020. Tímabilið eftir lék hún með Fjölnir í Úrvalsdeild kvenna ásamt því að leika með Fjölnir-b 1. deild kvenna. Í 1. deildinni skoraði hún að meðaltal 12,1 stig að meðaltali fyrir Fjölni-b.[1]

Eftir tímabilið gekk hún til liðs við Stjörnuna í 1. deildinni þar sem meira en tvöfaldaði meðal stigaskorið sitt en hún skoraði 26,0 stig að meðaltali í leik.[1]Tímabilið 2022–2023 var hún valin besti íslenski leikmaður 1. deildarinnar[2] eftir að hafa skorað 22,8 stig að meðtal í leik og hjálpað Stjörnunni í að vinna sér sæti í Úrvalsdeildinni.[3]

Sumarið 2023 meiddist Diljá í hné á æfingu með U-20 landsliðinu og missti í kjölfarið af öllu 2023-2024 tímabilinu.[4]

Hún sneri aftur á völlinn tímabilið 2024–2025 og skoraði 14 stig í fyrsta leik vetrarins sem var sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur.[5]

Landsliðsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2023 lék Diljá í fyrsta skipti með íslensku landsliðinu. Þann 12. febrúar 2023 var hún stigahæst í íslenska liðinu með 14 stig í tapi gegn Spáni.[6]

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Diljá er dóttir Lárusar M. K. Daníelssonar, margfalds landsmeistara í hnefaleikum og fyrrum leikmanns KFÍ í körfubolta.[2]

Titlar og viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Besti íslenski leikmaður 1. deildar kvenna (2023)
  • Íslenska lið ársins í 1. deild kvenna (2022, 2023)
  • Besti ungi leikmaðurinn í 1. deild kvenna (2022)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Leikmaður - Diljá Ögn Lárusdóttir“. kki.is. Icelandic Basketball Association. Sótt 22. október 2024.
  2. 2,0 2,1 „KKÍ : þrír leikmenn ættaðir frá Ísafirði heiðraðir“. Bæjarins besta. 23. maí 2023. Sótt 22. október 2024.
  3. Óskar Ófeigur Jónsson (3. júlí 2023). „Ein efnilegasta körfuboltakona landsins varð fyrir mikli áfalli“. Vísir.is. Sótt 22. október 2024.
  4. „Ein sú efnilegasta með slitið krossband“. Morgunblaðið. 2. júlí 2023. Sótt 22. október 2024.
  5. „Stjarnan vann tvöföldu meistarana“. Morgunblaðið. 2. október 2024. Sótt 22. október 2024.
  6. Árni Jóhannsson (12. febrúar 2023). „Diljá Ögn: Ég átti að gera það sem ég geri best“. Vísir.is. Sótt 22. október 2024.