Demetrio Paparoni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Mynd:Demetrio mynd.jpg
Demetrio Paparoni

Demetrio Paparoni er ítalskur listgagnrýnandi, sýningarstjóri og dálkahöfundur. Demetrio Paparoni er fæddur í Sýrakúsu á Ítalíu árið 1954 og býr nú í Mílanó. Árið 1983 stofnaði hann tímarit um nútímalist, Tema Celeste, og útgáfufyrirtæki með sama nafni, sem hann rak fram til ársins 2000. Á árinu 1981 fékk hann tímabundna kennarastöðu til að kenna nútímalist við University of Applied Arts í Vínarborg. Frá 1996 til 1998 kenndi hann samtímalistasögu við arkitektadeild University of Catania (í útibúi skólans í Sýrakúsu). Hann kenndi nútímalistasögu við sömu deild árin 2003-2008.

Árið 2010 skrifaði hann kafla um samtímalist og annan um trúarlega íkonalist í fjórða bindi alfræðiritsins Treccani Encyclopedia 21. aldar. Meðal verka hans sem sýningarstjóri má nefna að á 45. Feneyjartvíæringnum 1993 setti hann upp Abstracta í ítalska básnum. Sama ár var hann sýningarstjóri sýningarinnar Italia/America, L‘astrazione ridefinita í National Gallery of Modern Art í San Marínó. Á árinu 1996 tók hann þátt í að setja upp í samstarfi við Fundación Reina Sofía de Madrid sýninguna Nuevas Abstracciones í Palacio de Velázques í Madríd og í Galería de Arte Moderno í Barcelona. Sama ár var hann einn af stofnendum fyrsta samtímalistasafnsins á Sikiley, Galleria Civica d‘Arte Contemporanea í Sýrakúsu og veitti því forstöðu til 1998. Meðal fleiri sýningar þar sem hann var sýningarstjóri má nefna Eretica (Galleria d‘Arte Moderna í Palermo 2006), Mentalgrafie/Viaggio nell‘arte contemporanea italiana (Tel Aviv Museum of Art 2007), Espana 1957-2007 (Palazzo Riso í Palermo 2008), Surreal versus Surrealism (IVAM í Valencia 2011) og The New Frontier of the Painting (Fondazione Stelline í Mílanó 2017).

Einnig hefur hann lagt sitt af mörgum til sýninga á Ítalíu á verkum eftir Andy Warhol, Keith Haring, Jean-Michel Baszquiat, David LaChapelle, Edward Hopper og Roy Lichtenstein. Hann hefur verið sýningarstjóri í stórum sýningum í almennu rými, t.d. hjá Anish Kapoor (Mílanó 2011), Tony Ourser (Mílanó 2011) og Wang Guangyi (La Coruna á Spáni 2015).

Hann hefur skrifað kynningar í sýningarskrá um listamenn á borð við Li Songsong, David Salle, Vik Muniz, Peter halley, Günter Brus, Sean Scully, Domenico Bianchi, Mimmo Paladino, Jim Dine, Zhang Huan, Wang Guangyi, Ding Yi, Jenny Saville og Mike og Doug Starn.

Paparoni hefur búið til fjölmargar heimildarmyndir fyrir ítalska sjónvarpið, menntarás RAI. Hann hefur skrifað og ritstýrt fjölda bóka og bæklinga meðal annars um Timothy Greenfield-Sanders (2001), Brian Eno og Mimmo Paladino (2001), Chuck Close (2002), Jonathan Lasker (2002), Bernardí Roig (2009), Wang Guangyi (2013), Morten Viskum (2016), Ljubodrag Andric (2016), Vibeke Slyngstad (2017), Natee Utarit (2018) og Ronald Ventura (2018).