Fara í innihald

Dee Caffari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dee Caffari kemur í mark í Vendée Globe árið 2009.

Dee (Denise) Caffari (f. 23. janúar 1973) er bresk siglingakona sem sigldi fyrst kvenna umhverfis jörðina „rangsælis“ í vesturátt, gegn ríkjandi straum- og vindstefnu árið 2006. Í febrúar 2009 lauk hún keppni í Vendée Globe og varð þar með fyrsta konan sem siglt hefur einsömul umhverfis jörðina án áningar í báðar áttir.

Caffari var kennari áður en hún hóf feril sinn í kappsiglingum. Hún lærði siglingar í UKSA í Cowes á Isle of Wight. Hún tók þátt í Global Challenge árið 2004 þar sem siglt er umhverfis jörðina í vesturátt. Í nóvember árið eftir hóf hún einmenningssiglingu sína í vesturátt. Hún kom til hafnar eftir 178 daga siglingu. Næstu ár tók hún þátt í mörgum keppnum yfir Atlantshafið og árið 2008 hóf hún keppni í Vendée Globe þar sem hún hafnaði í 6. sæti eftir 99 daga siglingu. Í júní sama ár setti hún met í siglingu umhverfis Bretland og Írland og bætti fyrra met um 17 tíma. Hún var hluti af áhöfn Samantha Davies, Team SCA, í Volvo Ocean Race 2014/15. Í keppninni 2017/18 er hún skipstjóri liðsins Turn the Tide on Plastic.


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.