Dauðarósir
Útlit
Dauðarósir er skáldsaga eftir Arnald Indriðason sem kom út árið 1998.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Lík ungar stúlku finnst á leiði Jóns Sigurðsonar skömmu eftir hátíðarhöldin 17. júní. Enginn veit hver hún er, hvaðan hún kemur eða hvers vegna hún var myrt. Og því síður afhverju hún var lögð á leiði sjálfstæðishetju Íslands.
Við rannsókn málsins kemur í ljós að dauði stúlkunnar er angi af enn stærra máli sem snertir alla þjóðina og gæti áður en yfir lýkur valdið einhverjum mestu þjóðfélagsbreytingum sem orðið hafa í Íslandssögunni.